Dale Carnegie námskeiðið

Skills for success

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi.

Með því að auka sjálfstraust og færni í samskiptum við aðra munt þú hafa þau áhrif sem þú þarft til að ná nýjum hæðum í leik og starfi. Þú verður meira sannfærandi í tjáskiptum og átt auðveldara með að takast á við breytingar, stjórna streitu og hafa hvetjandi áhrif á aðra. Dale Carnegie námskeiðið hjálpar þér að verða snillingur í mannlegum samskiptum. Það mun gera þér kleift að þrífast í hvaða umhverfi sem er og þú munt uppgötva hvernig á að mynda nánari og meira gefandi sambönd.

Skoða dagsetningar og staðsetningar
Icon/How it will help you/BlackCreated with Sketch.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja sýna hvað í þeim býr, auka hugrekki sitt, taka stærri skref, verða sterkari leiðtogi og hafa góð áhrif á aðra.

Námseiningar

Námið gefur 2,8 alþjóðlegar endurmenntunareiningar (Continuing Education Unit – CEU)

Page 1Created with Sketch.

Það sem við förum yfir

Stækka þægindahringinn og auka sjálfstraust Rækta varanleg sambönd Muna nöfn og nota þau Veita öðrum innblástur Kynna hugmyndir á skýran og hnitamiðaðan hátt Takast á við ágreining á háttvísan máta Nota sannfæringarkraft Stjórna streitu og viðhorfi Aðlaga okkur að mismunandi samskiptastílum Sýna leiðtogafærni

Page 1Created with Sketch.

Skipulag

Staðbundin þjálfun: Námskeiðið er haldið með þátttakendum í fundarsal í 8 skipti, fjóra tíma í senn. Hægt er að velja um að koma einu sinni í viku í 8 vikur eða tvisvar í viku í fjórar vikur. Einnig er hægt að velja kvöld- eða morgunnámskeið.

Live Online þjálfun: Námskeiðið er haldið Live Online á netinu, 8 skipti, í þrjá tíma í senn. Þú velur dagsetningu sem þér hentar og skráir þig. Áður en námskeiðið hefst sendum við þér slóð sem þú smellir á og þá opnast þálfunarumhverfið. Á okkar námskeiðum eru alltaf tveir þjálfarar og annar þeirra er tæknimaður, þér til aðstoðar allan tímann. Á nokkrum mínútum kennum við þér á kerfið og eftir það tekur þú virkan þátt. Einfalt, skemmtilegt og árangursríkt.

Page 1Created with Sketch.

Innifalið

Handbók, millifundir, Gullna reglubókin, 30 daga áskrift af Storytel þar sem hægt er að hlusta á bækurnar Vinsældir og áhrif og Lífsgleði njóttu eftir Dale Carnegie. Útskriftarskírteini frá Dale Carnegie & Associates. Persónulegur aðgangur að þjálfara meðan á námskeiðinu stendur.

Hagnýtar upplýsingar

Athugið að um er að ræða heildarverð námskeiða, fyrir niðurgreiðslu stéttarfélaga og framlög vinnuveitanda. Kannaðu stöðuna hjá þínu stéttarfélagi.

Verð

Staðbundið: 235.000 kr.
Live Online: 210.000 kr.

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir

Það jók sjálfstraust mitt að takast á við aðstæður sem gjarnan vekja kvíða og ótta. Ég fékk þjálfun í að nýta hæfileikana sem í mér búa. Með því að leysa krefjandi verkefni lærði ég jákvæðari leiðir í samskiptum við aðra. Námskeiðið gaf mér þor til að standa með mínum eigin skoðunum og ég fékk nýja sýn á sjálfa mig. Í staðinn fyrir hindrandir sé ég núna fleiri tækifæri í lífinu.

“Dale Carnegie hjálpaði mér að öðlast sjálfstraust og sigurvissu við aðstæður sem áður ollu mér kvíða- að standa fyrir framan hóp fólks. Námskeiðið er byggt upp á snilldarlegan hátt þar sem við förum í gegnum skemmtileg og ný viðfangsefni undir leiðsögn stórkostlegra þjálfara. Förum út fyrir þægindarammann, styrkjumst í samkennd, erum einlæg og öðlumst einstakt traust í hópnum. Dale hefur kallað fram styrkleika mína- fær þá til að njóta sín. Ég mun í framtíðinni nýta mér námskeiðið sem höfundur Útkallsbókanna, til að miðla mannlegum frásögnum úr raunveruleikanum til skólafólks og annarra landa minna.”
Óttar Sveinsson